Um Moorland Candles
Þessi dásamlegu handdýfðu kerti eru framleidd af Ted hjá Moorlands Candles í Cumbria. Þegar hann sendir kertin þá fylgir bréf þar sem hann útskýrir í stuttu máli hvernig gekk að framleiða, hvernig umhorfs var í Cumbria og hvernig veðrið var þegar hann hjólaði til vinnu á framleiðslutímabilinu. Í bréfinu segir hann líka frá afstöðu sinni til þess sem er efst á baugi í umræðunni hverju sinni.