Skilmálar vefverslunar

Almennt

mixmix reykjavík áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Allar vörur eru afgreiddar innan tveggja virkra daga frá kaupum. Sé varan ekki til á lager eða ef fyrirsjáanleg er seinkun á afgreiðslu mun verða hafa samband og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Hægt er að sækja vörur samkvæmt samkomulagi eða fá þær sendar. Vörur eru sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Ef vara er skemmd eða gölluð við afhendingu þá vinsamlega hafið samband í síma 894 3045 eða með tölvupósti á netfangið info@mixmixreykjavik.com. Við munum skipta vöru eða aðstoða við úrbætur í þeim tilfellum sem skemmdir eru á ábyrgð flutningsaðila.

Öll verð á síðunni eru í íslenskum krónum og innifela virðisaukaskatt. Sendingarkostnaður bætist við vöruverð og leggst á hverja sendingu í samræmi við verðskrá Íslandspósts á hverjum tíma. Fyrir sendingar til útlanda gildir að kaupandi greiðir tolla og önnur tilfallandi gjöld í samræmi við reglur hvers lands.

Við leggjum okkur fram við að birta myndir sem endurspegla raunverulegt útlit vara en athugið að litir geta birst mismunandi til dæmis vegna skjástillinga og get því verið ólíkir á milli tölva.

Hafið samband þjónustuteymi mixmix reykjavík í síma 894 3045 eða með tölvupósti á netfangið info@mixmixreykjavik.com ef einhverjar spurningar vakna eða til að leita aðstoðar.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Ef viðskiptavinur er af einhverri ástæðu ekki ánægður með vöruna getur hann skilað henni innan 14 daga frá því að hann fékk hana afhenta gegn fullri endurgreiðslu kaupverðs. Skilyrði er að varan sé í upphaflegu ástandi, í óuppteknum upprunalegum umbúðum og með merkimiða og aðrar merkingar áfastar. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla kaupverðs er framkvæmd að fullu innan 30 daga eftir móttöku vörunnar ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt.

Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Endursending er á kostnað og ábyrgð kaupanda.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Við spyrjum einungis um upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að hægt sé að afreiða pantanir á réttan og öruggan hátt. Þær helstu eru nafn, sími, póstfang, netfang og banka- eða kortaupplýsingar til að hægt sé að ganga frá greiðslum. Upplýsingar eru ekki afhentar þriðja aðila í neinu tilfelli. Eina undantekningin frá þessari reglu eru þær upplýsingar sem nauðsynlegt er að gefa flutningsaðilum til að hægt sé að koma sendingum til skila.

Að versla á síðunni okkar

mixmix reykjavík leggur sig fram um að vernda persónuupplýsingar með því að nota viðeigandi öryggisstaðla sem hæfa gerð þeirra upplýsinga sem safnað er og/eða geymdar hvort sem er á internetinu eða utan þess. Við göngum eins langt og hægt er, innan skynsamlegra og sanngjarnra marka, við að verja þessar upplýsingar gegn þjófnaði, tapi, óheimilum aðgangi, afritun, breytingum, eyðingu eða öðru viðlíka. Við verndum öryggi þitt þegar þú verslar í vefversluninni með því að nota „Secure Sockets Layer“ (SSL) tækni. SSL dulkóðar upplýsingar sem þú sendir frá tölvunni þinni yfir á vefþjóna mixmixreykjavik.com. Ef þú sérð heilan lykil eða læstan lás (fer eftir vafra) í vafraglugganum þá er SSL virkt. Sumar útgáfur af vefvöfrum og sumir eldveggir leyfa ekki samskipti í gegnum örugga þjóna. Ef þú getur ekki tengst öruggum þjóni eða getur ekki tekið afstöðu til þess hvort tengingin þín er örugg, þá vinsamlega pantaðu í síma 894 3045

Text Box

Upplýsingar um fyrirtækið 

mixmix reykjavík 

Langholtsvegi 62 

104 Reykjavík 

Sími 8943045 

Persónuverndarstefna

Upplýsingar um ábyrðaraðila

Þegar við vinnum persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarstefnu þessari, teljumst við vera ábyrgðaraðili í skilningi íslenskra persónuverndarlaga sem og lögum Evrópusambandsins.

Heimilisfang okkar er eftirfarandi:

Langholtsvegur 62

104 Reykjavík

Ísland

Þú getur sent okkur erindi á ofangreint heimilisfang eða á info@mixmix.is.

Hvenær á þessi stefna við?

Persónuverndarstefna I ráðgjafar slf. á við þegar við, nýtum, söfnum eða vinnum að öðru leyti persónuupplýsingar sem varða samband þitt við okkur sem viðskiptavinur eða tilvonandi viðskiptavinur.

Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar eru upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling. Upplýsingar sem auðkenna þig eða hægt er að nota í þeim tilgangi sem teljast til persónuupplýsinga. Sem dæmi má nefna nafnið þitt, heimilisfang, netfang, símanúmer, kaupsaga þín, og svo framvegis. Upplýsingar um hvernig þú notar vefsíðuna okkar geta einnig talist sem persónuupplýsingar.

Hvaða persónuupplýsingar vinnum við um þig?

Til þess að við getum veitt þér þjónustu okkar og sinnt þér sem viðskiptavini verðum við að vinna úr persónuupplýsingum þínum. Frekari vinnsla getur átt sér stað til þess að senda þér markaðsefni eins og nánar er kveðið á um í stefnu þessari um markaðsefni.

Við vinnum eftirfarandi tegundir persónuupplýsinga:

  • Upplýsingar sem þú veitir okkur við kaup á þjónustu eða varningi:
    • Nafn þitt, tölvupóstfang, símanúmer og í sumum tilvikum fyrirtæki.
    • Heimilisfang greiðanda og heimilisfang viðtakanda (ef það er ekki það sama).
    • Hvaða vörur þú kaupir, í hvaða magni, og hvenær.
    • Greiðsluaðferð, þó geymum við aldrei greiðslukortanúmer.
    • Aðrar upplýsingar sem þú veitir okkur í greiðsluferli.
  • Við gætum geymt upplýsingar um kaupsögu þína
  • Við gætum geymt upplýsingar um hvenær þú hefur skráð þig inn síðast ef að þú hefur stofnað aðgang á síðunni okkar.
  • Upplýsingar um hvernig þú notar vefinn okkar.
  • Við gætum geymt staðsetningu þína út frá tækinu þínu ef þú hefur gefið leyfi, IP vistfang þitt eða grófari staðsetningu út frá IP vistfangi. Þetta gæti verið nauðsynlegt til þess að við getum veitt þér þá þjónustu sem við veitum.

Í hvaða tilgangi vinnum við persónuupplýsingar um þig?

Megintilgangurinn með vinnslu persónuupplýsinga þinna er til þess að við getum veitt þér þá þjónustu sem þú hefur óskað eftir. Við þurfum að nota upplýsingar eins og nafn og heimilisfang greiðanda til þess að geta gengið frá greiðslu. Við þurfum að nota nafn og heimilisfang viðtakanda til þess að geta sent þær vörur sem þú hefur keypt. Við þurfum tölvupóstfang og símanúmer til að geta haft samband við þig um afgreiðslu pöntunarinnar eða til þess að geta sent þér pöntunina ef að hún er stafræns eðlis. Eðli málsins samkvæmt þurfum við að nota upplýsingar um hvað þú hefur keypt til þess að geta afgreitt pöntunina.

Við geymum kaupsögu þína fyrst og fremst til þess að geta þjónustað þig um fyrri pantanir, til þess að þú getir haft yfirsýn yfir fyrri kaup. og í sumum tilfellum til þess að geta sent þér tilboð eða markaðsefni eins og nánar er lýst í persónuverndarstefnu þessari um markaðsefni.

Hversu lengi geymum við persónuupplýsingar þínar?

Persónuupplýsingar þínar verða geymdar eins lengi og nauðsynlegt er í þeim tilgangi sem þær eru ætlaðar til vinnslu. Persónuupplýsingar eru þó ekki unnar eða geymdar lengur en lög leyfa.

Á hvaða lagastoð byggjum við vinnslu persónuupplýsinga?

Við vinnum ekki úr persónuupplýsingum þínum nema fyrir því sé lagastoð, sem kann að vera mismunandi eftir tilgangi vinnslunnar. Í flestum tilvikum er tilgangurinn til þess að geta efnt samning við þig, vegna lögmætra hagsmuna, til þess að uppfylla lagaskyldu sem hvílir á okkur, til þess að vernda hagsmuni þína eða á grundvelli samþykkis þíns í ákveðnum tilgangi.

Sendum við þér markaðsefni?

Þegar þú veitir okkur upplýsingar gætir þú fengið spurningu um hvort þú viljir fá markaðsefni frá okkur. Við munum virða óskir þínar um hvort þú viljir fá slíkt efni og með hvaða hætti þú myndir vilja fá það afhent eða sent.

Þú getur alltaf skipt um skoðun um hvort þú viljir fá markaðsefni sent áfram eða ekki. Þú getur haft samband á netfangið info@mixmix.is ef þú vilt hætta að fá markaðsefni frá okkur sem þú hefur samþykkt að fá sent.

Ef þú tilkynnir okkur að þú munir ekki vilja fá markaðsefni sent, munum við samt halda eftir persónuupplýsingum þínum til þess að geta virt ósk þína um að þú viljir ekki fá slíkt efni sent.

Hvenær deilum við persónuupplýsingum þínum með þriðja aðila?

Við gætum þurft að miðla persónuupplýsingum þínum til þriðja aðila til þess að geta efnt samning við þig, sinnt þér að öðru leiti sem viðskiptavini eða í öðrum lögmætum tilgangi.

Við gætum deilt persónuupplýsingum þínum til aðila sem veita okkur fjarskipta-, upplýsingatækniþjónustu, sem og aðra þjónustu sem tengist vinnslu og er liður í rekstri fyrirtækisins. Þetta geta verið aðilar eins og greiðslu- og kreditkortafyrirtæki, póstflutningsfyrirtæki, eða aðilar sem vinna fyrir okkur gögn til að veita þér þjónustu, vörur eða markaðsefni.

Í sumum tilvikum gætu persónuupplýsingar þínar verið afhentar þriðja aðila eins og stjórnvöldum eða löggæsluyfirvöldum að því marki sem lög eða reglur kveða á um, samkvæmt fyrirmælum stjórnvalda eða dómstóla.

Í flestum tilvikum munum við ekki deila persónuupplýsingum þínum með aðilum utan Evrópska efnahagssvæðisins nema að slíkt sé heimilt á grundvelli persónuverndarlöggjafar eða auglýsingar Persónuverndar um ríki sem veita persónuupplýsingum fullnægjandi vernd, eða samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins: https://ec.europa.eu/info/law/law-topic/data-protection/international-dimension-data-protection/adequacy-decisions_en

Réttindi þín

Sem viðskiptavinur okkar hefur þú rétt á því að óska eftir að upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem við geymum um þig. Þú getur óskað eftir leiðréttingu, takmörkun og eyðingu á þeim gögnum sem við geymum um þig. Þú átt einnig rétt á því að óska eftir afriti af þeim upplýsingum sem við geymum um þig.

Þú getur einnig andmælt hluta vinnslunnar og í þeim tilvikum þar sem vinnsla persónuupplýsinga þinna er gerð á grundvelli samþykkis þíns getur þú afturkallað það hvenær sem er.

Réttindi þín kunna þó að vera takmörkuð við það að vinnslan sé nauðsynleg samkvæmt fyrirmælum laga.

Löggjöf Evrópusambandsins og íslensk persónuverndarlög hveða á um rétt þinn til þess að óskað eftir afriti af persónuupplýsingum þínum ef þær eru unnar af okkur. Ekkert gjald er tekið fyrir afgreiðslu beiðninnar, nema að hún eigi sér bersýnilega enga stoð eða sé óhófleg. Við munum reyna eftir bestu getu til að bregðast við beiðni þinni innan 30 daga frá móttöku hennar.

Beiðni þín verður að vera skrifleg og innihalda eftirfarandi upplýsingar:

  • Nafn, tölvupóstfang, símanúmer og heimilisfang.
  • Upplýsingar um beiðni þína

Við biðjum þig einnig um að leggja fram undirskrift þína, dagsetningu beiðninnar og afrit af opinberum skilríkjum eins og vegabréfi eða ökuskírteini.

Ef þú ert að sækja um fyrir hönd annars aðila þarf undirritað umboð frá umboðsgjafa.

Vinsamlegast fylltu út beiðni þína með því að fylla út þetta form til að fá upplýsingar eða þú getur fyllt út þetta form til að óska eftir að persónuupplýsingum þínum verði eitt. Þú getur einnig sent okkur skriflega á:

Langholtsvegur 62

104 Reykjavík

Ísland

Þú hefur einnig rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar. Kvörtun má senda skriflega á:

Persónuvernd

Rauðarárstíg 10

105 Reykjavík

Ísland

Breytingar á persónuverndarstefnu þessari

Við getum gert breytingar á persónuverndarskilmálum og persónuverndarstefnu þessari hvenær sem er, t.d. vegna lagabreytinga eða vegna breytinga á starfssemi eða starfsháttum okkar svo stefnan endurspegli sem best hvaða vinnsla og söfnun persónuupplýsinga fer fram.

Nýjasta útgáfa persónuverndarstefnunnar og skilmála er aðgengileg á þessari síðu á hverjum tíma.

Persónuverndarskilmálar

Við viljum standa vörð um friðhelgi einkalífs þíns og leggjum því mikið upp úr að standa vörð um öryggi og vernd persónuupplýsinga þinna.

Eftirfarandi samantekt lýsir því hvernig I ráðgjöf slf. stendur að réttindum þínum til friðhelgi einkalífs, söfnunar, nýtingar og vinnslu persónuupplýsinga þinna:

  • Við munum veita þér upplýsingar um þau gögn sem við söfnum og hvernig við notum þau.
  • Við munum gera ráðstafanir til þess að vernda upplýsingarnar þínar og tryggja að persónuverndarréttindi þín séu virt.
  • Við munum nota upplýsingarnar sem þú veitir okkur í þeim tilgangi sem lýst er í persónuverndarstefnu okkar.
  • Við gætum nýtt upplýsingarnar til að bjóða þér viðeigandi tilboð.
  • Við munum ekki senda þér markaðsefni ef þú tilkynnir okkur þú viljir ekki fá slíkt efni sent. Hins vegar munum við senda þér upplýsingar um vörur eða þjónustu sem þú hefur keypt frá okkur til þess að tryggja að þú hafir þær upplýsingar sem skipta máli hvað viðskiptin varða.

Til að fá betri skilning á því hvernig persónuupplýsingar þínar eru nýttar getur þú lesið persónuverndarstefnuna okkar. Þar má finna dæmi um vinnslu og nánari upplýsingar um nýtingu persónuupplýsinga þinna, hvernig og hvers vegna þær eru unnar, hvernig þeim er safnað og í hvaða tilgangi og með hverjum við gætum deilt þeim.

Þú getur haft samband við okkur með því að senda okkur tölvupóst á info@mixmix.is ef þú hefur einhverjar spurningar.

Vinsamlegast athugaðu að ofangreind samantekt eða persónuverndarstefnan er ekki ígildi samnings með fyrirvara um réttindi þín samkvæmt gildandi lögum.