Bývax kerti – hand dipped beeswax | Stumpy par

kr.3.290

stærð: Ø4,5cm at base, hæð 10cm
brennslutími : 12 klst
fáanlegir litir: –
efni: beeswax, by Moorlands Candles

Ensk, handdýfð kerti úr bývaxi með náttúrulegum hunangsilmi –

Kertin eru framleidd í Cumbria í Bretlandi með sömu gömlu aðferð og tíðkast hefur um aldir. Þau eru handdýfð og úr hreinu Yorkshire bývaxi. Þetta er tímafrek aðferð sem fer þannig fram að kveikirnir eru hengdir á ramma og þeim síðan dýft endurtekið í bráðið vaxið. Þannig byggist kertið upp smám saman þangað til þau ná réttri stærð.

Kertin eru seld í pörum þar sem þau hanga saman á kveiknum. Það þarf síðan að klippa kveikinn í hæfilega lengd. Gott er að hafa í huga að styttri kveikur þýðir minna sót og hreinni bruni.

Um Moorland Candles
Þessi dásamlegu handdýfðu kerti eru framleidd af Ted hjá Moorlands Candles í Cumbria. Þegar hann sendir kertin þá fylgir bréf þar sem hann útskýrir í stuttu máli hvernig gekk að framleiða, hvernig umhorfs var í Cumbria og hvernig veðrið var þegar hann hjólaði til vinnu á framleiðslutímabilinu. Í bréfinu segir hann líka frá afstöðu sinni til þess sem er efst á baugi í umræðunni hverju sinni.

 

FRAMLEITT Í BRETLANDI

Sæktu innblástur á Instagram, Facebook og Pinterest síðurnar okkar.

In stock