More than just a fire place!

Outdooroven Original. Frá snúðum í morgunverð yfir í pizzu eða pottrétt í kvöldverð. Outdooroven hentar í alls kyns eldamennsku og er bæði útiarin, ofn og grill í einu stykki. Býður upp á ævintýralega matargerð allt árið – á sumrin með kokteil eða kaldan á kantinum og á veturna með heitt súkkulaði eða aðra heita drykki í hönd.
Outdooroven Weltevree | mixmix reykjavik

Eldum úti

Eldstæði, pítsuofn, bbq og grill í einu stykki. Outdooroven er hannaður af Dick van Hoff með það í huga að eiga notalega samveru utanhúss í kringum ofninn og matbúa við opinn arineld, eins og vinsælt hefur verið í gegnum aldirnar. Það er hægt að nota eldstæðið, pítsuofninn og toppplötuna í matseld.

Í neðra, opna eldhólfinu er eldiviðurinn og þar er hægt að grilla. Fyrir ofan er hólf sem hægt er að loka og þar er hægt að baka. Toppurinn á ofninum er síðan flatur og nógu heitir til að stunda aðra eldamennsku. Ofninn nær hæglega 350 gráðu hita og hægt er að fá ýmsa aukahluti með honum.

Eldiviður

Það er best að kynda Outdooroven með viðurkenndum eldiviði því að viður brennur við mismunandi hitastig. Til að baka pizzu þarf ofninn að ná 350 gráðu hita. Það tekur, með réttum aðferðum, ofninn um 20 mínútur að ná því hitastigi.

Það er gott að kunna að kynda ofinn á öruggan og áhrifaríkan hátt.
Ekki eru allar aðferðir við að kveikja eld jafn áhrifaríkar. Svissneska aðferðin hefur aðeins hrist upp í uppkveikihefðum. Hún nýtir orku mjög vel og gefur hreinni bruna með minni reyk. Aðilar sem sinna eldvarnareftirliti, útivistarfólk, umhverfisstofnanir og margir fleiri sem hafa prófað mæla eindregið með svissnesku aðferðinni.

Í næsta bloggi útskýrum við svissnesku aðferðina og hvernig slík bál eru byggð.

Outdooroven Weltevree | mixmix reykjavik

Meira en pizzur

Þó að það sé gaman að baka pizzur þá eru endalausar ástæður til að kveikja í Outdooroven. Það eru til endalausar uppskriftir til að prófa og njóta með útieldun.

Notið toppinn til að hita búa til heitt súkkulaði, pylsur eða glögg, nú eða baka pottrétti og brauð í efra hólfinu. Síðan er frábært að grilla kjöt eða grænmeti yfir opnum eldi. 


Eldstæði og kolagrill Weltevree
kr. 199.000