Hamam skál | Sun ø 21cm

kr.8.290

stærð: ø 21cm
fáanlegir litir: silfur
efni: kopar með tinhúð

Hamam skálar eru notaðar í hamam gufuböðum. Þar fylla menn þær af vatni í marmaravatnskörum og hella yfir sig. Stórar skálar eru einnig notaðar til að bera sápur, greiður, þvottklúta og skrúbba í hamam baðið. Þessar hamam skálar eru handgerðar, hver um sig mótuð í kopar og tinhúðuð. Mótífin á skálunum eru hömruð í þær eftir upphaflegum fyrirmyndum.
Hamam skálar eru fallegar til skreytinga í baðherbergjum og hægt er að nota þær t.d. undir sápur, baðsölt eða snyrtivörur. Skálarnar ásamt hamam handklæðunum gefa baðherberginu yfirbragð alvöru hamam baðstofu.

 

FRAMLEITT Í TYRKLANDI

Sæktu innblástur á Instagram, Facebook og Pinterest síðurnar okkar.

In stock